Hætta er á að halli á ríkissjóði verði um 70 milljarðar króna í ár í stað 21 milljarðs króna eins og gert er ráð fyrir. Mestu munar um fjárframlag ríkisins til Íbúðalánasjóðs til að gera honum kleift að uppfylla kröfur um 5% eiginfjárhlutfall og kostnaðar vegna yfirtöku Landsbankans á SpKef. Ekki er gert ráð fyrir þessum útgjöldum í fjárlögum.

Í Morgunblaðinu í dag kemur fram að framlag ríkisins til Íbúðalánasjóðs gæti numið allt að 40 milljörðum króna.

Þá mun sérstök úrskurðarnefnd skila niðurstöðum síðar í mánuðinum um verðmæti eigna SpKef og hugsanlegra útgjalda ríkisins. Kostnaður ríkisins gæti numið á bilinu 11,2 til 30 milljörðum króna.

Þessu til viðbótar kemur fram í Morgunblaðinu að óli´klegt sé að ríkið selji eignir upp á sjö milljarða króna eins og gert er ráð fyrir í fjárlögum.