Halli ríkissjóðs Bandaríkjanna nam 247,7 milljörðum bandaríkjadala ( um 17 þúsund milljarðar króna) í september, samanborið við 318,7 milljarða dala (21,7 þúsund milljarðar) árinu áður, segir í frétt Dow Jones.

Niðurstaðan er talsvert betri en ríkisstjórnin hafði spáð, en í júlí spáði hún að hallinn yrði 296 milljarðar bandaríkjadala.

Geroge W. Bush bandaríkjaforseti lofar niðurstöðurnar í hástert og segir að ríkisstjórnin hafi náð markmiði sínu um að minnka halla ríkissjóðs um helming þremur árum áður en áætlað var, segir í fréttinni.

Bush segir niðurstöðurnar skýrt merki um að efnahagsstefna ríkisstjórnarinnar beri árangur, með því að minnka eyðslu ríkisins og að auka kaupmátt heimilanna.

Greiningaraðilar segja að Bush geri full mikið úr því að hallinn hafi minnkað um helming, þar sem miðað sé við algert hámark hallans sem var 521 milljarður bandaríkjadala árið 2004.