Halli á vöruviðskiptum við útlönd á fyrstu sjö mánuðum ársins 2016 nam 73,4 milljörðum króna. Þetta kemur fram í frétt Hagstofunnar um málið.

Í júlí voru fluttar út vörur fyrir 43,9 milljarða en innflutningur nam 53,7 milljörðum. Vöruviðskipti í júlí voru óhagstæð um 9,8 milljarða.

Á fyrstu sjö mánuðum ársins 2016, voru fluttar út vörur fyrir 318,8 milljarða - en innflutning nam 392,1 milljarð króna.

Halli á vöruviðskiptum á fyrstu mánuðum ársins nam því tæpum 73,4 milljörðum króna. Á sama tíma árið 2015, voru vöruviðskipti óhagstæð um 6,9 milljarða á gengi hvors árs. Vöruviðskiptajöfnuðurinn var því 66,5 milljörðum króna lakari en á sama tíma árið áður.

Útflutningur

Verðmæti vöruútflutnings var 66 milljörðum lægra, en á sama tíma í fyrra. Iðnaðarvörur voru 50,6 útflutnings og var verðmæti þeirra 22,7% lægra en í fyrra, aðallega vegna lægra álvers. Sjávarafurðir voru 43,5% útflutnings - verðmæti þeirra var 13,6% lægra og á sama tímabili árið áður.

Innflutningur

Á fyrstu sjö mánuðum ársins var verðmæti vöruinnflutnings 495 milljörðum hærri, eða 0,1% miðað við sama tímabil í fyrra. Dróst innflutningur á hrá- og rekstrarvörum saman en innflutningur á fjárfestingarvörum og flutningatækjum.