Halli var á vöruviðskiptum við útlönd á árinu 2015 sem nam um 30,6 milljörðum króna. Árið 2014 var hins vegar 4,2 milljarða afgangur miðað við gengi hvors árs.

Á síðasta ári jókst verðmæti vöruútflutnings um 6% frá fyrra ári, og var hann 626,1 milljarður króna en verðmæti vöruinnflutnings jókst um 12% og nam hann 657,7 milljörðum króna.

Mest iðnaðarvörur

Iðnaðarvörur voru um 52,9% alls vöruútflutings og sjávarafurðir um 42,3%. Í innflutningi voru hrá- og rekstrarvörur með um 28,2% hlutdeild og fjárfestingarvörur með um 20,9% af heildarinnflutningi.

Stærstu viðskiptalöndin voru Holland í vöruútflutningi og Noregur í vöruinnflutningi og var Evrópska efnahagssvæðið þýðingarmesta markaðssvæðið í hvoru tveggja inn- og útflutningi.