Bandaríska olíufyrirtækið Halliburton hefur samþykkt að kaupa keppinaut sinn, Baker Hughes, fyrir 34,6 milljarða bandaríkjadolalra. Jafngildir kaupverðið um 4.300 milljörðum íslenskra króna. Wall Street Journal greinir frá þessu.

Kaupverðið nemur 78,62 dollurum á hlut, þar sem hluthafar Baker Hughes munu veita 19 dollurum í reiðufé viðtöku fyrir hvern hlut auk þess að eignast 1,12 hluti í Halliburton. Að viðskiptunum loknum munu hluthafar Baker Hughes eiga um 36% af hinu sameinaða félagi. Vonast er til þess að viðskiptin gangi í gegn á seinni hluta næsta árs.

Fyrirtækin eru ein þau stærstu á heimi á sínu sviði. Halliburton var stofnað árið 1919 í Bandaríkjunum og rekur starfsemi í meira en 80 löndum og hefur yfir að ráða meira en 100 þúsund starfsmönnum. Baker Hughes var stofnað árið 1907 og er með starfsemi í yfir 90 löndum. Hið sameinaða fyrirtæki mun hafa um 136 þúsund starfsmenn á sínum snærum víðs vegar um heiminn, en sameinaðar tekjur félaganna á síðasta ári námu 51,8 milljörðum bandaríkjadollara.