Bandaríska olíverktakafyrirtækið Halliburton myndi fagna því ef fjárfestir frá Miðausturlöndum myndi kaupa stóran hlut í félaginu. Frá þessu greindi Dave Lesar, framkvæmdastjóri Halliburton, en félagið hyggst opna höfuðstöðvar í Dubai.

Halliburton hyggst auka tekjur af starfsemi sinni í Miðausturlöndum og gerir ráð fyrir því að ráðast í verkefni fyrir samtals 80 milljarða Bandaríkjadali á næstu fimm árum á svæðinu. Gengi hlutabréfa í Halliburton hafa hækkað um 17% síðustu þrjá mánuði.