Hallinn minni sem hlutfall af VLF

Halinn á rekstri hins opinbera á fyrsta fjórðungi ársins nam 24,2 milljörðum króna á móti 23,9 milljörðum á sama tímabili í fyrra. Í Hagtíðindum Hagstofu Íslands kemur fram að sem hlutfall af vergri landsframleiðslu (VLF) mældist tekjuhallinn 6,4% og 14,8%  sem hlutfall af tekjum hins opinbera. Á fyrsta fjórðungi í fyrra mældist hallinn 6,8% af VLF og 15,4% af tekjum hins opinbera. Heildartekjur hins opinbera jukust um 9% á milli ára og fóru úr 154,6 milljörðum í 163,8 milljarða  en á sama tíma jukust heildarútgjöld hins opinbera um 5,4% eða úr 178,5 milljörðum króna á fyrsta ársjórðungi 2009 í188,1 milljarða króna 2010.