*

þriðjudagur, 25. júní 2019
Innlent 6. júní 2018 10:01

Hallinn á vöruviðskiptum 13 milljarðar

Vöruútflutningurinn í maí nam rúmum 53 milljörðum en innflutningur á vörum nam rúmlega 66 milljörðum.

Ritstjórn
european pressphoto agency

Tæplega 13 milljarða halli varð á vöruviðskiptum í maímánuði samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar.

Nam verðmæti útflutningsins 53,3 milljörðum króna en innflutningsins tæpum 66,2 milljörðum króna. Vöruviðskiptin voru því óhagstæð um 12,8 milljarða króna í maímánuði.

Verðmæti útflutningsins var 4,1 milljarði króna hærri í maí á þessu ári en í fyrra, eða 8,2% hærri, á gengi hvors árs. Má rekja hækkunina að mestu til aukningar í sjávarafurðum.

Vöruinnflutningurinn var svo 9,3% meiri í ár en í fyrra, eða sem svarar 6,7 milljörðum króna. Skýrist það aðallega á innflutningi á skipum og flugvélum.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is