*

miðvikudagur, 19. júní 2019
Innlent 5. júlí 2018 09:55

Hallinn á vöruviðskiptum eykst

Vöruútflutningur eykst um 13% en innflutningurinn jókst um 20% á milli ára í júnímánuði. Hallinn jókst úr 15 milljörðum í 21 milljarð.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Verðmæti vöruútflutnings í júnímánuði nam 50,7 milljörðum króna en á sama tíma nam verðmæti vöruinnflutningsins 71,6 milljörðum króna.

Hallinn á vöruviðskiptum voru því óhagstæð um 20,9 milljarða króna samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands. Á sama tíma í fyrra nam halinn 14,9 milljörðum króna.

Vöruútflutningurinn hækkaði um 5,9 milljarða króna milli ára ef miðað er við júnímánuð hvors árs, eða sem nemur 13,1% á gengi hvors árs. Hækkunina má að mestu rekja til aukins útflutnings á iðnaðarvörum.

Hækkun vöruinnflutningsins var hins vegar meiri á milli ára, eða sem nemur 11,9 milljörðum króna, eða 19,9% á gengi hvors árs. Þar kemur helst til aukinn innflutningur á eldsneyti ásamt innflutningi á hrávörum og rekstrarvörum.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is