*

þriðjudagur, 3. ágúst 2021
Innlent 4. nóvember 2011 13:58

Hámark á fjárfestingu sjóðasjóða

Skorður hafa verið settar við fjárfestingu verðbréfa- og fjárfestingarsjóða innan sama rekstrafélags.

Ritstjórn
Aðrir ljósmyndarar

Í nýjum lögum um verðbréfa- og fjárfestingarsjóði sem tóku gildi 1. nóvember er nú kveðið á um að verðbréfasjóði eða einstakri deild hans sé nú óheimilt að fjárfesta meira en 50% af eign sinni í hlutdeildarskírteinum verðbréfasjóða og fjárfestingarsjóða innan sama rekstrarfélags.

Þetta á við innan eins og sama fjármálafyrirtækis, sem þýðir m.a. að svokallaðir sjóðasjóðir geta einungis fjárfest 50% af eignum sínum í sama rekstrarfélagi.

Þá er ráðherra heimilt að kveða nánar á um í reglugerð um fjárfestingarstefnu verðbréfasjóða og upplýsingagjöf til viðskiptavina í tengslum við fjárfestingar.