Vegna mikillar þátttöku hlutabréfaútboði Reita verður hámarksúthlutun til hvers fjárfestis í tilboðsbók A í kringum 520 þúsund krónur að kaupverði. Hægt var að bjóða á bilinu 100.000 kr. til 10 milljónir í tilboðsbók A.

Áskriftir fyrir 500 þúsund krónur og minna verða ekki skertar.

Áskriftir sem bárust á verði yfir genginu 64 krónur á hlut í tilboðsbók B verða óskertar.

Áskriftir sem bárust á genginu 64 verða skornar niður hlutfallslega og nemur heildarskerðing þeirra um 650 milljónum króna.

Fjárfestar þurfa að greiða 7. apríl

Gert er ráð fyrir að eindagi  vegna útboðsins verði 7. apríl . Greiðsluseðlar verða sendir út eftir að Kauphöll Íslands hefur staðfest að hlutir í Reitum fasteignafélagi hf. verði teknir til viðskipta á Aðalmarkaði Kauphallarinnar

Áætlað er að fimmtudaginn 9. apríl geti viðskipti hafist með hluti í Reitum í kauphöllinni.