Hamborgarabúlla Tómasar mun halda áfram að stækka í nóvember þegar nýr staður opnar í Berlín. Í Reykjavík eru þegar fimm staðir og í fyrra opnaði Hamborgarabúllan í London.  Um miðjan nóvember geta Þjóðverjar gætt sér Tommaborgurum en staðurinn er staðsettur í austurhluta Berlínar, í Mitte hverfinu og nálægt Alexanderplatz. Tómas Tómasson, stofnandi Hamborgarabúllunnar, segir staðinn í Berlín verða svipaðan hinum stöðunum. „Það verða 40 sæti á staðnum og svipað og hér þá verður þetta skipulagt kaos.“ Tómas og synir hans, Ingvi Týr Tómasson og Tómas Áki Tómasson, munu eiga hlut í þýsku búllunni ásamt Guðmundi Gunnarssyni og Benedikt Haukssyni. Guðmundur og Benedikt munu sjá um reksturinn í Berlín.

Tommaborgarar vinsælir í London
Tommis's Burger Joint, eins og Hamborgarabúllan heitir í London, opnaði í fyrra nálægt Oxfordstræti. Þann stað eiga Róbert Aron Magnússon, Valgarður Sörensen og Hallur Dan Johansen en Tómas sá um að koma staðnum af stað með réttum uppskrifum og lagði til vörumerkið. Þó hráefnið sé erlent þá er reglum úr uppskriftum Tómasar fylgt við alla meðferð eins og við val á kjötbitum og bakstur á brauði. Matseðillnn í London er því sá sami og Íslendingar þekkja.

Nánar er fjallað um málið Í Viðskiptablaðinu, sem kemur út á morgun. Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Tíu milljarða sjóður kaupir lóðir
  • Skjáreinn hefur ekki skilað hagnaði í sjö ár
  • Hagnaður Invent Farma jókst um helming
  • Vinnu við að skipta OR í tvö fyrirtæki lýkur um áramótin
  • Landsbankinn telur að svigrúm sé til arðgreiðslna þrátt fyrir aðvörun Seðlabankans
  • Starfsmannastjóri OECD fjallar um baráttuna gegn skattaundanskotum
  • Auka má hagvöxt með því að draga úr kostnaði við regluverk
  • Úrval útsýn skipuleggur sérstakar starfsmannaferðir
  • Stærsta félag Magnúsar Kristinssonar útgerðarmanns er gjaldþrota
  • Þriðjungur sveitarfélaga skuldar meira en 150% af heildartekjum sínum
  • Bjarki á Brynjarsson, forstjóri Marorku, ræðir uppbyggingu starfseminnar og opnun starfsstöðva í Evrópu og Asíu í ítarlegu viðtali
  • Umfjöllun um verri stöðu nýmarkaðsríkja
  • Atli Már Ingólfsson ræðir meinsemdir kennitöluflakksins
  • Arnaldur Birgir Konráðsson heimsóttur í Boot Camp
  • Nærmynd af Ásdísi Kristjánsdóttur sem hefur ráðið sig til Samtaka atvinnulífsins
  • Umfjöllun um sérstaka stemningu á matartíma á vinnustöðum
  • Huginn & Muninn eru á sínum stað auk Týs sem fjallar um deiluna um skuldaþakið í Bandaríkjunum
  • Óðinn skrifar um uppgjörið á uppgjörinu á hruninu
  • Þá eru í blaðinu það helsta úr VB sjónvarpi, pistlar og margt, margt fleira