
„Við erum komnir með húsnæði í miðri London. Þetta er í götu sem liggur samsíða Oxfordstræti. En ætli það sé ekki best að segja að þetta sé skammt frá Debenhams, því það vita jú allir Íslendingar hvar Debenhams er,“ segir Tómas A. Tómasson, eigandi Hamborgarabúllunnar, sem stefnir á að opna Hamborgarabúllu í miðborg London í næsta mánuði.
Hamborgarabúlluna í London opnar Tómas í samstarfi við eigendur bæði Laundromat cafe í Austurstræti og Úrillu górillunnar.
Yfirbragð staðarins í London verður það sama og hér, meira að segja matseðillinn.
„Það sem skiptir öllu máli er að maturinn sé alltaf eins,“ segir Tómas.
Nánar er fjallað um Tomma, samstarfsmenn hans og Hamborgarabúlluna í Viðskiptablaðinu sem kemur út í fyrramálið.
Meðal annars efnis í Viðskiptablaðinu á morgun er: