*

mánudagur, 1. mars 2021
Innlent 11. apríl 2012 19:23

Hamborgarabúllan opnar í London

Tommi á Hamborgarabúllunni stefnir á að opna útibú í miðborg London í næsta mánuði. Þar verður sami matseðill og hér.

Lilja Dögg Jónsdóttir

„Við erum komnir með húsnæði í miðri London. Þetta er í götu sem liggur samsíða Oxfordstræti. En ætli það sé ekki best að segja að þetta sé skammt frá Debenhams, því það vita jú allir Íslendingar hvar Debenhams er,“ segir Tómas A. Tómasson, eigandi Hamborgarabúllunnar, sem stefnir á að opna Hamborgarabúllu í miðborg London í næsta mánuði. 

Hamborgarabúlluna í London opnar Tómas í samstarfi við eigendur bæði Laundromat cafe í Austurstræti og Úrillu górillunnar.

Yfirbragð staðarins í London verður það sama og hér, meira að segja matseðillinn. 

„Það sem skiptir öllu máli er að maturinn sé alltaf eins,“ segir Tómas.

 

Nánar er fjallað um Tomma, samstarfsmenn hans og Hamborgarabúlluna í Viðskiptablaðinu sem kemur út í fyrramálið. 

Meðal annars efnis í Viðskiptablaðinu á morgun er:

 • Íslandspóstur sér stjórnendum fyrir bílum
 • Búið að velja þá sem bjóða í Pennann
 • Íbúðalánasjóð vantar meiri pening
 • Sandgerðisbær er skuldum hlaðinn
 • Olíuleitin á Drekasvæðinu
 • Reiknimeistarar kallaðir á fund Atvinnuveganefndar
 • Ítarlegt viðtal við Ögmund Jónasson og ósk hans um róttækari vinstristjórn
 • Nördafyrirtækið ORF Líftækni heimsótt
 • Óðinn skrifar kaffærðan sjávarútveg
 • Áhrifamestu viðskiptamiðlarnir og blaðamennirnir
 • Allt um frístundalistamálarann Sævar Frey, forstjóra Símans
 • Huginn og Muninn eru á sínum stað og Týr fjallar um forsetakosningarnar
 • Orri Vigfússon svarar Guðmundi Franklín og Hægri grænum
 • Heilsa á vinnustað, skokk og besta hreyfingin
 • Myndasíður, umræður, pistlar og margt, margt fleira...