Tekjur hamborgararisans McDonalds á öðrum fjórðungi námu 7,08 milljörðum dala, eða um 853 milljörðum íslenskra króna. Þetta kemur fram á vef danska viðskiptavefjarins Börsen . Þetta eru örlítið lægri tekjur en búist var við en sérfræðingar Bloomberg fréttastofunnar höfðu reiknað með því að tekjurnar yrðu 7,09 milljarðar dala.

Hagnaður McDonalds á ársfjórðungnum nam 1,4 milljörðum dala, eða tæpum 170 milljörðum króna. Hagnaðurinn hafði verið 1,35 milljarðar dala á sama ársfjórðungi í fyrra.

Eftir að uppgjörstölur lágu fyrir í morgun lækkaði verð hlutabréfa í McDonalds um 2,7%, eftir því sem fram kemur á vef Bloomberg . Ástæðan er sú að sérfræðingar telja að rekstur fyrirtækisins muni versna þegar líður á daginn.