Síðasti hamborgari Hamborgarasmiðjunnar var steikur á Grensásvegi í gær og er því tíu ára sögu staðarins lokið. Vísir greinir frá .

„Það er okkur mjög þungbært að þurfa að tilkynna að kl. 14.00 þann 23.07. 2020. steiktum við síðasta hamborgarann á Hamborgarasmiðjunni Grensásvegi. Þetta eru búin að vera frábær 10 ár og það er sárt að þurfa að loka, en 5 mánuðir með 85% minni veltu gerði það að við lifðum þetta ekki af. Það stóð til að færa Smiðjuna, minnka kostnað og hagræða en við sjáum ekki að markaðurinn sé eitthvað að lifna við á næstum mánuðum og því höfum við tekið þessa ákvörðun að loka," segir í stöðufærslu Hamborgarasmiðjunnar á Facebook.

Þá þökkuðu þau viðskiptavinum kærlega fyrir fyrir samveruna og sögðust vona að geta snúið aftur.

Hamborgarasmiðjan var til húsa á Smiðjuvegi í Kópavogi áður en staðurinn flutti á Grensásveg 5 til 7. Rýmið hefur undanfarinn áratug hýst skemmtistaði á borð við Steak and Play, Replay og 80's Club.