Hamleys, sú fræga leikfangaverslun við Regent Street í London, hlýtur eftirsóttustu verðlaun smásölugeirans í Bretlandi ,,Best Non-Fashion Retail Concept Award” fyrir árið 2008.

Verðlaunin eru veitt árlega því fyrirtæki, sem þykir skara framúr.

Í frétt á heimasíðu Baugs kemur fram að þau fyrirtæki sem hlutu útnefningu í ár voru HMV, World Duty Free, Swarovski, V&A Museum, Harrods, House of Fraser, Lane Crawford, London Eye, Mikimoto, Save the Children, Selfridges, White Company og Debenhams.

Endurbótunum á verslun Hamleys við Regent Street er lokið og hefur verið afar vel tekið segir í fréttinni.

Endurbótunum á versluninni lauk í júlí síðastliðnum. Þar er m.a. að finna ævintýraleg leiksvæði fyrir börn á öllum aldri og nýtt kaffihús. Endurbæturnar eru fyrsti hluti af þriggja ára áætlun um breytingar á versluninni, sem heldur uppá 250 ára afmæli árið 2010.