Hamleys hyggst opna þrjá sérleyfissölustaði í stórverslunum Magasin du Nord. Er þetta hluti af útrásarfyrirætlunum fyrirtækisins á erlendri grundu. Hamleys hyggst starfrækja verslanir í Magasin du Nord stórverslunum við Kóngsins-nýjatorg og í Árósum og Lyngby.

"Þetta tækifæri kom í kjölfar kaupa Baugs á Magasin du Nord. Við erum þeirrar skoðunar að Magasin du Nord og Hamleys eigi vel saman, bæði hvað varðar hóp viðskiptavinahóp og vegna góðrar staðsetningar verslana þeirra," segir Paul Currie, sölustjóri Hamleys í tilkynningu á heimasíðu Baugs.

"Norðurlöndin eru eitt mikilvægasta viðskiptasvæði okkar erlendis. Hamleys Regent Street laðar að marga viðskiptavini frá Norðurlöndunum ár hvert. Auk þess er ekkert í líkingu við Hamleys í Danmörku eins og stendur."

Magasin du Nord er rótgróið fyrirtæki með langa og virðulega sögu að baki og hefur reksturinn gengið vel segir í tilkynningu Baugs. Magasin álítur Hamleys besta smásöluaðilann í Evrópu fyrir leikföng og væntir þess að Hamleys ljái starfseminni töfrakenndan blæ og ákveðinn stíl segir í tilkynningunni.

Hamleys hefur þróað fyrir verslanir sínar nýja og spennandi hönnun sem mun fyrst líta dagsins ljós í Danmörku. Hönnunin endurskapar Regent Street-stílinn en færir hann í samþjappaðri og nýtískulegri búning. Hefur Hamleys ráðið Gregor Associates, leiðandi hönnuð er sérhæfir sig í smásölurekstri, til að þróa nýja og hagnýta lausn fyrir starfsemina.

Verslunin hefur verið hönnuð með tilliti til rannsókna meðal viðskiptavina í Danmörku og með þarfir danskrar menningar og markaðar að leiðarljósi. Verslunin verður innréttuð á djarfan og litríkan hátt til þess að höfða til ungra sem aldinna segir í tilkynningunni.

Í versluninni verða frumleg leiksvæði sem kallast Hamleys Stjernen (Stjarna Hamleys) og verða vettvangur alls kyns daglegra uppákoma. Einnig verða nýjustu leikföngin til sýnis þar.

Áhugavert og óvenjulegt sýningarkerfi tekur stöðugum breytingum og endurspeglar hve skemmtilegt og spennandi það er að sækja Hamleys heim. Auk sérstakrar lýsingar verða teningslaga kassar sem hægt er að raða á margan hátt og s-laga sýningarinnréttingar sem breyta má í göng sem hvetja börn og fullorðna að kanna töfraheim búðarinnar til hins ýtrasta.

Meðal þeirra uppákoma sem verða í boði samkvæmt stundatöflu verslunarinnar eru ?innan 6" morguntími, listasmiðja, andlitsmálun, byggingadagur, sögustund og ýmiss konar keppnir.

Markaðsstjóri Delia Bourne segir: ?Vegna eigin rannsókna vitum við að viðskiptavinahópar sem samanstanda af börnum og fullorðnum dvelja lengur í búðinni og hafa tilhneigingu að eyða meiri pening. Verslunarferðin snýst þá mun meira um skemmtun ... um foreldra og börn sem njóta andrúmslofts Hamleys saman."