Leikfangaframleiðandinn Hamleys, sem er í eigu Baugs,  hefur nú opnað verslun í Jórdaníu.

Hið kunna breska vörumerki hyggst nú færa út kvíarnar. Leikfangakeðjan opnaði í dag sína fyrstu verslun utan Evrópu. Athyglisvert er að Amman í Jórdaníu varð fyrir valinu.

Verslunin sem er þrjár hæðir, er staðsett á hinu fræga Mekka stræti í Amman.

Hamleys hyggst á frekari landvinninga á svæðinu en fyrirhuguð er 32,000 fermetra verslun í Dúbaí í ágúst.

Hamleys ætlar einnig að opna verslanir á Indlandi, Rússlandi, Kína og Tyrklandi.