Breska leikafangaverslunarkeðjan Hamleys, sem er að mestu leyti í eigu Baugs, var rekin með 3.6 milljón punda (400 milljónir íslenskra króna) tapi á reikningsárinu sem endað í mars í fyrra, samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækjaskrá Bretlands, Companies House.

Baugur keypti Hamleys árið 2003 fyrir 59 milljónir punda, sem samsvarar 6.6 milljörðum króna á núverandi gengi.

Breska blaðið Sunday Times segir í frétt að Baugur hafi lánað Hamleys þrjár milljónir punda til að rétta af reksturinn.

Ekki hefur komið fram hvernig reksturinn hefur gengið reikningsárinu sem endar í mars á þessu ári, og sambærilegar tölur fyrir árið 2004 hafa ekki verið gefnar upp.