Breska leikfangaverslunarkeðjan Hamleys, sem er í eigu Baugs og eignarhaldsfélagsins Fons, mun opna sérleyfisverslanir í Mið-Austurlöndum, segir í tilkynningu

Eignarhaldsfélagið Fons samþykkti nýverið að kaupa 35% hlut í Hamleys, en Baugur og stjórnendur halda 65% eignarhlut.

Hamleys segir að fyrsta verslunin verði opnuð í Dubai haustið 2007 en áætlað er að opna verslanir í Kúvæt og Sádí Arabíu. Einnig hefur verið gerður samningur um að opna verslanir á flugvöllum á svæðinu.

Hamleys hefur gert sérleyfissamning við félagið Daud Investments LCC um rekstur búðanna í Mið-Austurlöndum.

Fyrirtækið hefur þegar opnað sérleyfisverslanir í Danmörku og áætlað er að flytja vörumerkið til fleiri landa í Evrópu.