Hampiðjan hefur ákveðið að greiða hluthöfum rúma 124,1 milljónir króna í arð vegna afkomunnar í fyrra. Arðurinn verður greiddur úr í lok maí eða í 22. viku ársins.

Fram kemur í dagskrá og tillögum fyrir aðalfund Hampiðjunnar sem haldinn verður 27. apríl næstkomandi, að arðgreiðslan jafngildi 1,9% af eigin fé fyrirtækisins í lok síðasta árs.

Hampiðjan hagnaðist um 7,3 milljónir evra, jafnvirði rúmra 1,2 milljarða króna, í fyrra. Þar af nam hlutdeild fyrirtækisins í hagnaði HB Granda 3,5 milljónum evra.

Helstu hluthafar Hampiðjunnar er félögin Vogun og Fiskveiðahlutafélagið Venus. Samkvæmt ársreikningi Hampiðjunnar árið 2010 áttu bæði félögin samtals 53% hlut. Félögin eiga þeir Árni Vilhjálmsson og Kristján Loftsson, löngum kenndur við Hval, og fjölskyldur þeirra. Þeir eru jafnframt stjórnarmenn í HB Granda.