Stjórn Hampiðjunnar samþykki á aðalfundi félagsins 28. júní síðastliðinn að greiða eigendum fyrirtækisins rétt tæpar 146 milljónir króna í arð vegna afkomu fyrirtækisins í fyrra. Þetta jafngildir 30% arði af nafnverði hlutafjár Hampiðjunnar. Til samanburðar greiddi félagið eigendum 450 þúsund evrur árið 2011 vegna afkomunnar ári fyrr. Það gera 72 milljónir króna á gengi dagsins í dag. Árið 2010 nam svo arðgreiðslan 380 þúsund evrum, jafnvirði 61 milljónar króna.

Í lok síðasta árs áttu þrír hluthafar meira en 10% hlutafjár. Félagið Vogun átti 38,6% hlutafjár, Fiskveiðahlutafélagið Venus 15% og Feier ehf 14,1%. Vogun er í eigu Hvals ehf en Fiskveiðahlutafélagið í eigu systkinanna Kristjáns og Birnu Loftsdóttur og erfingja Árna Vilhjálmssonar. Eigandi Feier er Hjörleifur Jakobsson, fyrrverandi forstjóri Hampiðjunnar sem situr í stjórn félagsins, og eiginkona hans.