Hampiðjan hangaðist um 1,4 milljarða króna á árinu sem leið. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins sem birtur var í dag. Allar tölur eru reiknaðar miðað við gengi krónunnar gagnvart evru í lok árs 2015.

Samstæða fyrirtækisins velti allt í allt 8,3 milljörðum króna á árinu 2015. EBITDA félagsins var þá um 1,3 milljarðar króna. Það er aukning um 9% frá árinu áður. Rekstrarhagnaður af reglulegri starfsemi félagsins var um milljarður, eða um 12,2% af rekstrartekjum.

Eignir félagsins nema þá 14,5 milljörðum króna, en það er hækkun um rúmlega 1,2 milljarð króna milli ára. Skuldir félagsins eru 4,5 milljarðar og eigið fé 10 milljarðar. Það gefur eiginfjárhlutfall upp á um 69%.

Arður verður greiddur út á árinu til hluthafa sem nemur um 0,84 krónum á hvern hlut í félaginu. Það eru samtals um 410 milljónir íslenskra króna. Hjá Hampiðjunni störfuðu að hverju sinni um 559 manns á árinu, sem er aukning um 37 manns frá árinu áður.