Gengið hefur verið frá sölu á öllum eftirstandandi hlutum Hampiðjunnar í HB Granda. Hampiðjan átti 71.393.981 hluti í HB Granda fyrir söluna og seldi hlutina á sölugenginu 32 krónur að því er kemur fram í tilkynningu Hampiðjunnar til Kauphallarinnar.

Fyrir söluna var Hampiðjan sjötti stærsti hluthafi í útgerðarfélaginu HB Granda. Eins og áður hefur komið fram þá er salan liður í að fjármagna kaupin á á færeyska félaginu P/f Von. Hampiðjan keypti ráðandi hlut í færeyska fyrirtækinu P/f Von á síðasta ári.

Hagnaður Hampiðjunnar , á fyrstu sex mánuðum ársins 2017 nam 13,6 milljónum evra eða því sem nemur um 1,7 milljörðum íslenskra króna. Hagnaður félagsins jókst um 2,5 milljónir evra frá sama tímabili í fyrra.