Hampiðjan hefur selt Ásmundi Björnssyni allan eignarhlut sinn í Hampidjan Namibia Ltd. Söluverðið, 1.030.000 evrur er að fullu greitt eftir því sem fram kemur í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Þá kemur einnig fram að óverulegur munur sé á söluverði og bókfærðu verði eignarhlutarins.

„Hampiðjan hefur frá árinu 1995 rekið dótturfélag í Namibíu. Þó svo rekstur félagsins hafi verið farsæll hefur félagið ekki náð þeim umsvifum sem réttlætti áframhaldandi rekstur þess af hálfu Hampiðjunnar,“ segir Jón Guðmann Pétursson, forstjóri Hampiðjunnar, í tilkynningunni.

„Á síðasta ári voru sölutekjur félagsins ríflega ein milljón evrur og lítilsháttar tap var á rekstrinum. Við erum afar ánægð með kaupandann, en Ásmundur Björnsson hefur rekið félagið frá stofnun þess, en áður starfaði hann hjá Hampiðjunni.“

Jón Guðmann Pétursson - Hampiðjan
Jón Guðmann Pétursson - Hampiðjan
© BIG (VB MYND/BIG)

Jón Guðmann Pétursson, forstjóri Hampiðjunnar