*

laugardagur, 29. janúar 2022
Innlent 28. febrúar 2017 14:30

Hampiðjan selur í HB Granda

Fjórði stærsti hluthafinn í HB Granda, Hampiðjan sem var með 6,66% hlut, selur 2,76% í félaginu fyrir 1,5 milljarð.

Ritstjórn
Kristján Loftsson er stjórnarformaður HB Granda og stjórnarmaður í Hampiðjunni sem seldi meirihluta hlutafjár síns í HB Granda í morgun.
Haraldur Guðjónsson

Hampiðjan hf. hefur selt tæplega 2,76% í HB Granda fyrir 1,5 milljarða króna, en fyrir viðskiptin átti Hampiðjan 6,66% hlut í félaginu.

Fyrir viðskiptin var Hampiðjan fjórði stærsti hluthafinn í félaginu en stærsti hluthafinn er Vogun hf. sem er að stærstum hluta í eigu Hvals hf., og á 33,51% hlut, og svo Lífeyrissjóður verslunarmanna sem á 13,11% og Gildi-lífeyrissjóður sem á 7,00% hlut.

Tilkynnt var um viðskiptin í kauphöllinni vegna aðkomu Kristjáns Loftssonar sem er stjórnarformaður HB Granda og stjórnarmaður hjá Hampiðjunni en í tilkynningunni segir:

„Kristján Loftsson er stjórnarformaður í HB Granda og stjórnarmaður hjá Hampiðjunni.“

Jafnframt er Kristján stjórnarmaður og framkvæmdastjóri Vogunar hf. sem á 37,61% hlut í Hampiðjunni hf. og 33,51% hlut í HB Granda hf. og formaður stjórnar Fiskveiðafélagsins Venus hf., sem á 14,59% eignarhlut í Hampiðjunni hf. og 0,65% eignarhlut í HB Granda hf.

Vogun hf. er að nær öllu leyti í eigu Hvals hf., þar sem Fiskveiðafélagið Venus hf. er stærsti hluthafinn með 39,5% eignarhlut. Þá er Kristján jafnframt hluthafi í eigin nafni."