Hampiðjan hefur gert samning við dótturfyrirtæki China National Petroleum Company, sem er stærsta olíufyrirtæki Kína. Um er að ræða samning um að Hampiðjan selur kínverska fyrirtækinu sérhannaðar stroffur til stýringar á hlerabúnaði, að því er kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu. Hampiðjan selur nú þegar búnað til allra stærstu olíufyrirtækja í heimi.

Hampiðjan var stofnuð árið 1934 til að þjónusta íslenskan sjávarútveg með framleiðslu á garni, netum og búnaði til línuveiða. Starfsemi félagsins er nú í 7 löndum í 4 heimsálfum og selur vörur til fiskveiða, olíuleitar, olíuvinnslu, skútuiðnað og til ýmissa annarra nota. Í tilkynningunni kemur ennfremur fram að um 500 manns starfa hjá Hampiðjunni á heimsvísu.