Með flutningi á framleiðslu neta og kaðla til dótturfyrirtækis í Litháen hefur hlutfall erlendra mynta í rekstrartekjum og gjöldum Hampiðju samstæðunnar aukist enn frá því sem áður var. Á árinu 2005 stefnir í að u.þ.b. ¾ af heildartekjum samstæðunnar verði í erlendum myntum og 2/3 hlutar erlendu myntanna verði evrur eða myntir tengdar henni.

Hampiðjan hefur sótt um og fengið samþykkt hjá viðeigandi yfirvöldum að færa bókhald félagsins í evrum. Þá hefur stjórn Hampiðjunnar samþykkt að sú heimild verði nýtt frá og með árinu 2005.