Í kjölfar flutninga á framleiðsludeildum Hampiðjunnar hf. til dótturfélags í Litháen og undirverktöku á smíði PolyIce trollhlera hjá þarlendum aðila, voru fasteignir félagsins hér á landi, sem áður hýstu þessa starfsemi, settar í sölumeðferð.

Hampiðjan hf. gekk í dag frá gerð kaupsamnings um sölu fasteignanna að Bíldshöfða 9 og Súðavogi 4 í Reykjavík. Söluverð fasteignanna beggja er kr. 730 milljónir. Söluhagnaður nemur um kr. 100 milljónum.

Samningur Hampiðjunnar og Byggingarfélags Gylfa og Gunnars ehf. um byggingarrétt á vesturlóð Bíldshöfðans, sem gerður var 1. júní árið 2000, stendur óbreyttur.