*

fimmtudagur, 5. desember 2019
Innlent 7. september 2019 16:03

Handbært fé 1,6 milljarðar

Tekjur Jökulsárlóns ferðaþjónustu námu rúmlega milljarði króna á síðasta ári.

Ritstjórn
Einar Björn Einarsson, eigandi Jökulsárlóns ferðaþjónustu ehf.
Ragnar Axelsson

Jökulsárlón ferðaþjónusta ehf. hagnaðist um 383 milljónir króna á síðasta ári og dróst hagnaður félagsins saman um 15 milljónir milli ára. Tekjur félagsins námu 1.026 milljónum og jukust um 30 milljónir milli ára. EBITDA nam 452 milljónum og lækkaði um 32 milljónir milli ára.

Eignir námu 1.749 milljónum í árslok og þar af var handbært fé 1.647 milljónir og 357 milljónir milli ára. Eiginfjárhlutfall var 91,6% í árslok og hækkaði um 3,6 prósentustig milli ára.