Sænski bankinn Handelsbanken hefur gert tilboð í danska bankann Lokalbanken.

Nemur tilboðið 300 danskar krónur á hlut og um er að ræða 135% yfirverð.

Heildarverðmæti tilboðsins eru 810 milljónir danskra króna. Stjórn Lokalbanken mælir með því að hluthafar taki tilboðinu.

Lokalbanken hefur sterka markaðsstöðu norðurhluta Sjálands en viðskiptavinir bankans nema 43 þúsundum er útlánasafn hans 4 milljarðar danskra króna.

Að sögn Pär Boman, forstjóra Handelsbanken, þá eiga bankarnir mjög vel saman en Lokalbanken er með útibú á stöðum í Danmörku þar sem sænski bankinn hefur ekki rekstur.

Ekki er gert ráð fyrir að segja upop starfsfólki né fækka útibúum að kaupunum frágegnum en með þeim mun Handelsbanken reka 54 útibú í Danmörku.