Alþjóðlega flugsamgöngu samtökin (e. The International Air Transport Association) vilja takmarka handfarangusheimildir í flugvélum í 21,5 x 13,5 x 7,5 tommur til að skapa meira farangursrými.

Flugfélög ákveða sína eigin farangursheimild, hins vegar ef flugfélögin samþykkja þessa reglugerð munu töskustærðir sem heimilaðar eru í farangursrými minnka hjá flestum stærstu flugfélögum heims. Emirates, Lufthansa og sjö önnur flugfélög hafa nú þegar samþykkt þessa nýju reglugerð. Bandarísku flugfélögin Southwest airlines og American Airlines hafna því að þau ætli að minnka handfarangursheimildina.

Meðlimir alþjóðlegu flugsamgöngu samtakanna bara ábyrgð á 80% af flugumferð í heiminum og eru í samvinnu við töskugerðarfélög um að hanna töskur í þeirri stærð sem munu komast í farangursrýmið.

Þessar fregnir eru því góðar fyrir töskugerðarfyrirtæki hins vegar ekki fyrir ferðalanga sem eru sífellt að mæta fleiri flugjöldum.