Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi voru veitt í þrettánda sinn við hátíðlega athöfn á Grand Hótel að viðstöddum forseta Íslands í gær. Veitt voru verðlaun í þremur flokkum.

Handhafar Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2022 í flokki yfirstjórnenda eru Guðmundur Jóhann Jónsson, forstjóri Varðar tryggingafélags, Jóhann B. Skúlason, yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna og Gunnur Líf Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri mannauðssviðs Samkaupa.

Sigurjón Ólafsson, sviðsstjóri þjónustu-og þróunarsviðs Hafnarfjarðarbæjar, hlaut verðlaunin í flokki millistjórnenda og Stefanía Bjarney Ólafsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri AVO, var verðlaunuð í flokki frumkvöðla.

Markmið Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi er að vekja athygli á framúrskarandi starfi stjórnenda, örva umræðu um faglega stjórnun og hvetja félagsmenn til að auka þekkingu sína, hæfni og færni sem stjórnendur. Þannig vill Stjórnvísi stuðla að aukinni fagmennsku á sviði stjórnunar á Íslandi.

Handhafar Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2022 eru eftirfarandi:

Í flokki yfirstjórnenda:

  • Guðmundur Jóhann Jónsson forstjóri Varðar tryggingafélags
  • Jóhann B. Skúlason yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna
  • Gunnur Líf Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri mannauðssviðs Samkaupa

Í flokki millistjórnenda:

  • Sigurjón Ólafsson sviðsstjóri þjónustu-og þróunarsviðs Hafnarfjarðarbæjar

Í flokki frumkvöðla:

  • Stefanía Bjarney Ólafsdóttir stofnandi og framkvæmdastjóri AVO