Jakob Már Ásmundsson tók í síðustu viku við sem forstjóri Straums eftir að Pétur Einarsson hafði látið af störfum. Eins og Viðskiptablaðið greindi frá undir lok síðustu viku lét Pétur af störfum eftir að bresk yfirvöld bönnuðu Pétri að sitja í stjórnum breskra fyrirtækja næstu fimm árin vegna skattaundanskota þar í landi. Þeir sem þekkja til Jakobs Más bera honum góða sögu. Hann er sagður yfirvegaður og ábyrg­ur en umfram allt vel að sér um starfsemi bankans.

Byggir hús

Jakob Már er að sögn handlaginn. Hann hefur síðustu fjögur ár framkvæmt sem mest sjálfur í húsi sínu sem hann hefur byggt í Hafnarfirði og unir sér best þar í faðmi fjölskyldunnar. Þá er Jakob Már mikill útivistar­maður. Hans helsta áhugamál er að fara upp á hálendi á jeppanum sínum í góðra vina hóp. Hann er ásamt vinum og kunningjum í jeppaklúbb sem þræðir hálendi landsins þegar færi gefst til. Að­spurður segist Jakob engan sérstakan stað vera í uppáhaldi, skemmti­legast sé að fara sem víðast.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.