Í kjölfar þess að forseti Íslands ákvað í byrjun síðustu viku að synja lögum um ríkisábyrgð vegna Icesave-reikninganna staðfestingar hefur skapast nokkur umfjöllun um Ísland í erlendum miðlum.

Til að byrja með var hún nokkuð neikvæð, í það minnsta sama dag og forsetinn kynnti ákvörðun sína. Breskir fjölmiðlar greindu fljótt frá ákvörðuninni. Breska blaðið Telegraph sagði forsetann koma í veg fyrir endurgreiðslur vegna Icesave-reikninganna og þann sama dag fór Jeremy Warner, aðstoðarritstjóri Telegraph, hamförum á vef blaðsins og endaði pistil sinn á þessum orðum; „Borgaðu Hr. Grímsson, eða þorskurinn fær að finna fyrir því.“

Umfjöllun breskra og norrænna fjölmiðla var nokkuð í takt við þessi orð Warner þó ekki hafi þeir allir tekið jafn djúpt í árinni.

Þannig fjölluðu Independent, Times, Guardian, BBC, Berlingske Tidende, Aftenposten, T24, Börsen og Dagens Nyheter um málið en auk þess var greint frá því um kvöldið að Fitch Ratings hefði sett Ísland í hinn svokallað ruslflokk lánshæfismats.

_____________________________

Nánar er fjallað um umfjöllun erlendra fjölmiðla um Ísland, og hvernig sú umfjöllun hefur breyst á örfáum dögum, í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .