Margir fjárfestar leita sér nú óþreyjufullir að öruggum stað til að geyma peninginn sinn á. Markaðir eru flestir rauðir, þar með talið sá íslenski. Þá hefur ein sérstök lúxusvara skilað sögulega betri ávöxtun en hlutabréf - Hermès Birkin handtaskan.

Ein slík handtaska kostar 60.000 bandaríkjadali, eða 7,8 milljónir króna, og er oftast vandfundin tískuvara. Hún er oftar en ekki uppseld eða hvergi fáanleg.

Vegna þess hve framboð vörunnar er af skornum skammti en eftirspurn alltaf farið hækkandi hefur verð handtöskunnar hækkað með hverju árinu frá fyrstu útgáfu hennar.

Meðalhækkun á verði töskunnar á ári hverju nemur 14,2%, miðað við fyrsta ár hennar á sölu sem var árið 1980. Til samanburðar hefur meðalávöxtun Standard & Poor´s vísitölunnar verið 8,7%, og meðalávöxtun gulls verið neikvæð um 1,5%.