32 eldri borgarar voru handteknir á dögunum í Taílandi. Þeir voru allir af erlendu bergi brotnir - Svíar, Bretar, Norðmenn og Ástralar.

Taílenska lögreglan braust inn í hús þar sem þau spiluðu bridge á grundvelli ásakana um að fjárhættuspil væru iðkuð á svæðinu. Þá báru eldri borgararnir fyrir sig að ekki væri spilað upp á neinar fjárhæðir, heldur aðeins spilað fyrir sakir spilsins.

Fólkið var handtekið og fært í gæsluvarðhald í 12 klukkustundir fyrir að hafa meira en 120 handspil í fórum sínum, en það er ólöglegt í Taílandi. Meðal þeirra handteknu var 84 ára gömul hollensk kona, að sögn fréttamiðilsins Taílenska Pattaya One.

Löggjöfin er frá 1935 og miðar að því að fyrirbyggja svindl í spilum. Allt fjárhættuspil er stranglega bannað með lögum í Taílandi.