Norskur ríkisborgari sem hefur verið leiðandi í að byggja upp útflutning á norskum laxi til Kína var handtekinn þarlendis í tengslum við það sem kínverskir ríkisfjölmiðlar kalla stóran laxasmyglhring. Financial Times greinir frá þessu en kínversk tollayfirvöld handtóku alls 17 manns í samhæfðum húsleitum í lok mars.

Konunni, Dong Yimin, er gefið að sök að hafa flutt lax fyrir um 98,4 milljónir dala eða sem samsvarar 9,8 milljörðum króna án þess að greiða af því tolla og önnur tilkskilin gjöld.

Gjöld af ferskum innfluttum laxi í Kína eru 22% en þar af er helmingurinn virðisaukaskattur.

Dong hefur starfað náið með SalMar sem er stór laxaframleiðandi í Noregi og er vel þekkt í laxeldisiðnaðinum í Noregi. Stjórnarformaður SalMar segir í samtali að félagði hafi að sjálfsögðu ekki fllutt út lax til Kína með ólöglegum hætti. Því gerði félagið ráð fyrir sakleysi Dong þar til annað væri sannað.