Lögreglan í Hong Kong hefur handtekið 21 ökumann hjá Uber, en ökumennirnir eru sakaðir um að hafa keyrt viðskiptavini án tilskilinna réttinda að því er kemur fram í frétt AFP-fréttaveitunnar.

Að sögn talsmanni lögreglunnar í Hong Kong voru 20 menn og ein kona handtekin. „Við sendum fólk í ferðir undir fölsku flaggi og söfnuðum þannig sönnunargögnum,“ tók talsmaðurinn fram. Bílstjórarnir voru handteknir fyrir að keyra án leyfa og án trygginga.

Talsmaður Uber sagði að fyrirtækið hafi orðið fyrir miklum vonbrigðum með aðgerðir lögreglunnar og að Uber stæði með bílstjórunum og fjölskyldum þeirra.