Fulltrúar embættis sérstaks saksóknara handtóku og færðu menn til yfirheyrslu í tengslum við rannsókn á meintri markaðsmisnotkun hjá Glitni fyrir hrun. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, staðfesti við Viðskiptablaðið að aðgerðir sérstaks saksóknara í dag sneru að rannsókn á meintri markaðsmisnotkun, en vildi ekki að öðru leyti tjá sig um málið að svo stöddu.

Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins snúa aðgerðirnar að Glitni og meðal þeirra sem kallaðir hafa verið í skýrslutöku eða verið handteknir eru bæði fyrrverandi starfsmenn Glitnis og núverandi starfsmenn Íslandsbanka. Að svo stöddu er ekki vitað hvaða einstaklingar eiga í hlut.

Ólafur Þór Hauksson - Sérstakur saksóknari
Ólafur Þór Hauksson - Sérstakur saksóknari
© BIG (VB MYND/BIG)