Kínversk stjórnvöld handtóku 543 einstaklinga og handlögðu fé að andvirði meira en 14 milljón Bandaríkjadala í lögregluaðgerð sem beindist gegn þeim sem veðjuðu á Evrópumeistaramótið í knattspyrnu.

Var lögregluaðgerðin gerð samhliða í fimm borgum, en veðmálastarfsemi er ólögleg í Kína. Handtók lögreglan fulltrúa veðmálafyrirtækja í Foshan, Shenzhen, Guangzhou, Dongguan og Shantou.