Lækkanir gærdagsins í Evrópu og Asíu hafa smitað af sér á hlutabréfamarkaði Asíu en lækkanir hafa orðið þar í nótt. Þannig hefur Nikkei lækkað um 1,6% og Topix sem einnig er í Japan lækkað um 1,4%. Mest er þó lækkunin í Hong Kong en þar hefur Hang Seng lækkað um 3,8%.

Eins og áður segir eru lækkanir gærdagsins að smita af sér en til viðbótar bætast fréttir af hagvexti í Kína, sem var undir væntingum.