Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn og sigurvegari prófkjörs flokksins fyrir næstu Alþingiskosningar, ætlar ekki í formannsframboð á næsta Landsfundi Sjálfstæðismanna í febrúar. Greint er frá þessu á Vísi .

Hanna Birna var gestur í útvarpsþættinum Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag. Þar sagði hún að ekki væri nema ár síðan hún fór í formannsframboð gegn sitjandi formanni flokksins. Þá bhafi hún boðið sig fram gagngert til að gefa sjálfstæðismönnum val um hver leiddi flokkinn í komandi Alþingiskosningum. „Bjarni Benediktsson vann þær kosningar. Mér finnst að það eigi að virða það svo ég er ekki að fara í framboð gegn sitjandi formanni aftur í febrúar,“ sagði Hanna Birna. Hún útilokar þó ekki að bjóða sig fram til formanns á einhverjum tímapunkti.