Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra hefur að undanförnu unnið að því ásamt Degi B. Eggertssyni borgarfulltrúa og Björgólfi Jóhannssyni, forstjóra Icelandair Group, að komast að samkomulagi þess efnis að fresta flutningi Reykjavíkurflugvallar. Þau undirrituðu í dag samkomulag þar sem ákveðið var halda flugvellinum í Vatnsmýrinni til ársins 2022.

Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, mun nú stýra starfshóp sem mun reyna að finna nýjan stað fyrir flugvöllinn.

VB Sjónvarp ræddi við Dag og Hönnu Birnu.