„Ég var með svo lágar upphæðir að þeir [Ríkisendurskoðun] vildu sérstaka yfirlýsingu frá mér eða skoðunarmanninum að þetta væri rétt. Ég var búin að skila uppgjörinu,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, um uppgjör vegna framboðs hennar í prófkjöri flokksins.

Upplýsingar um kostnað framboðsins eru ekki á lista Ríkisendurskoðunar. Hann Birna segir í samtali við vb.is nokkuð um liðið frá því hún skilaði uppgjörinu og hafi það átt að fylgja með listi annarra frambjóðenda um kostnað þeirra í prófkjörum sem birtur er á vef Ríkisendurskoðunar. Skoðunarmaður Hönnu Birnu var hins vegar staddur erlendis þegar óskað var eftir yfirlýsingu hans.

Framboð Hönnu Birnu kostaði rétt tæpar 2,5 milljónir króna. Framlög frá 28 einstaklingum námu rétt tæpum 1,2 milljónum króna. Framlög frá 27 lögaðilum námu samtals 1,3 milljónum króna. Ekkert framlag var yfir 50 þúsund krónum.

Eftirtalin fyrirtæki styrktu framboð Hönnu Birnu: BL ehf., Bláa Lónið, Brim hf., Deloitte, Egill Vélaverkstæði, Elvar ehf, Fjárfestingarfélagið Brekka ehf, GAM Management hf., Gjögur hf., Halldór Jónsson ehf., Hans ehf., Hópbílar hf., Iceland Seafood ehf., Ísfélag Vestmannaeyja hf., Já Upplýsingaveitur hf., Jónar Transport hf., M8 ehf.., Mannvit, Marz sjávarafurðir ehf., Mata, Nýherji, Ögurvík hf., Olíuverzlun Íslands hf., Samskip, Sjóvá-Almennar tryggingar, Skipti, Urð og grjót ehf.