Hanna Birna Kristjánsdóttir, fv. borgarstjóri, er enn með nokkuð örugga forystu í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins þegar talin hafa verið tæplega 3.600 atkvæði. Hanna Birna er með 2.774 atkvæði í 1. sæti listans eða um 76% greiddra atkvæða.

Illugi Gunnarsson, þingflokksformaður, er í öðru sæti listans með 1.298 atkvæði í 1.-2. sæti. Illugi er með 567 atkvæði í 1. sæti eða 17% atkvæða. Hann sóttist sem kunnugt er eftir 1. sæti.

Pétur H. Blöndal, þingmaður, hefur nú skotist upp í þriðja sæti með 1.480 atkvæði en Brynjar Níelsson, hrl. hafði verið í þriðja sæti þegar fyrstu tölur voru kynntar Brynjar er nú í fjórða sæti.

Þegar talin hafa verið 3.575 atkvæði er röð efstu frambjóðenda þessi:

  1. Hanna Birna Kristjánsdóttir – 2.774 atkvæði í 1. sæti
  2. Illugi Gunnarsson – 1.298 atkvæði í 1. - 2. sæti
  3. Pétur H. Blöndal – 1.480 atkvæði í 1. - 4. sæti
  4. Brynjar Níelsson – 1.819 atkvæði í 1. - 4. sæti
  5. Guðlaugur Þór Þórðarson – 1.757 atkvæði í 1. - 5. sæti
  6. Birgir Ármannsson – 1.566 atkvæð í 1. - 6. sæti
  7. Sigríður Á. Andersen – 1.925 atkvæði í 1. - 7. sæti
  8. Áslaug María Friðriksdóttir – 2.159 atkvæði í 1. - 8. sæti
  9. Ingibjörg Óðinsdóttir – 1.478 atkvæði
  10. Elínbjörg Magnúsdóttir – 1.419 atkvæði

Aðrir frambjóðendur hafa  hlotið færri atkvæði