Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanríkisráðherra, óskaði eftir fresti til að koma að frekari sjónarmiðum í tilefni af frumkvæðisathugun umboðsmanns Alþingis vegna samskipta hennar og fyrrverandi lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram á vefsíðu umboðsmanns Alþingis.

Umboðsmaður áformaði að birta niðurstöður frumkvæðisathugunarinanr um miðjan nóvembermánuð, en tilkynnti þá að honum hefði borist ábending um tiltekið atriði í tengslum við athugunina sem hann þyrfti að kanna. Vonaðist hann þá til þess að unnt yrði að ljúka athuguninni næstu daga á eftir.

Það hefur hins vegar ekki gengið eftir og hefur umboðsmaður nú fallist á beiðni Hönnu Birnu og veitt henni frest til 8. janúar næstkomandi.