*

mánudagur, 26. júlí 2021
Innlent 6. nóvember 2011 11:50

Hanna Birna í fundarherferð

Hanna Birna Kristjánsdóttir fundaði með sjálfstæðismönnum á Ísafirði í gær. Mun funda með flokksmönnum víða um land.

Ritstjórn
Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrv. borgarstjóri.
Birgir Ísl. Gunnarsson

Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og frambjóðandi til formanns Sjálfstæðisflokksins, hóf í gær fundarherferð sína í kringum landið þegar hún fundaði með flokksmönnum á Ísafirði.

Samkvæmt upplýsingum Viðskiptablaðsins var fundurinn vel sóttur en þar kynnti Hanna Birna áherslumál sín ásamt því að fara yfir hin ýmsu málefni sem brunnu á fundarmönnum.

Fundurinn var skipulagður af Halldóri Halldórssyni, formanni Sambands íslenskra sveitafélaga og fyrrv. bæjarstjóra á Ísafirði, en samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins styður hann Hönnu Birnu í komandi formannskosningum.

Sem kunnugt er lýsti Hanna Birna yfir framboði í vikunni en landsfundur Sjálfstæðisflokksins fer fram dagana 17. – 20. nóvember, eða innan tveggja vikna.