*

fimmtudagur, 15. apríl 2021
Innlent 25. október 2012 07:10

Hanna Birna leiðir baráttuna um Reykjavík

Hanna Birna nýtur fylgis 76,2% sjálfstæðismanna til forystu í öðru Reykjavíkurkjördæminu samkvæmt nýrri könnun MMR.

Ritstjórn
Hleð spilara...

Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur afgerandi forystu í baráttunni um fyrsta sæti á lista sjálfstæðismanna í Reykjavík. Þetta eru niðurstöður könnunar MMR sem framkvæmd var fyrir Viðskiptablaðið.

Könnunin sýnir töluverðan mun á fylgi Hönnu Birnu og Illuga Gunnarssonar sem næstflestir treysta til verksins. Illugi hefur hins vegar forskot á Guðlaug Þór þegar spurt er um fulltrúa í forystusæti hins Reykjavíkurkjördæmisins.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.