Hanna Birna Kristjánsdóttir ber af öðrum stjórnmálamönnum í nýrri könnun, þar sem spurt er hverjum fólk treysti best til að gegna embætti forsætisráðherra.

Alls sögðust 27,6% aðspurðra treysta Hönnu Birnu best, en næst á eftir henni kemur Bjarni Benediktsson með 14,3% fylgi.

Aðeins 12,5% aðspurðra segjast treysta Jóhönnu Sigurðardóttur, sitjandi forsætisráðherra, best í forsætisráðherraembættið, en samflokksmaður hennar, Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra er með 12,7% fylgi. Enginn munur er á fylgi við Steingrím J. Sigfússon fjármálaráðherra og Katrínu Jakobsdóttur menntamálaráðherra en þau mælast bæði með 11,3% fylgi.

Þá mælist Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, mælist svo með 10,4% fylgi.

Könnunin var unnin af MMR fyrir Viðskiptablaðið.

Nánar er fjallað um könnunina í Viðskiptablaðinu sem kom út í dag. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.